Sjúkdóma eða slys getur borið óvænt að garði hjá köttum og ef
það gerist er gott að vera vel tryggður. Með Kattavernd VÍS er hægt er að velja
á milli einstakra trygginga eða raða þeim saman að vild eftir þörfum hvers og
eins. Í boði eru:
 
Sjúkrakostnaðartrygging sem veitir eigenda tækifæri til að útvega kettinum sínum bestu meðhöndlun sem völ
er á ef kötturinn veikist eða slasast.
 

Líftrygging sem góður kostur fyrir þá sem vilja tryggja köttinn ef hann deyr af völdum
sjúkdóms eða slyss.

Afnotamissistrygging sem bætir tjón á köttum sem eru notaðir til ræktunar.

Umönnunartrygging sem bætir kostnað við vistun kattar á kattahóteli ef ekki er hægt að annast
hann heima vegna tímabundins sjúkdóms eða slyss fjölskyldumeðlims.
 
Ábyrgðartrygging sem veitir vernd gegn þeirri skaðabótaskyldu sem getur fallið á tryggingartaka
sem eiganda.

 

Forvarnir

Fæða

Kattafóður
er af margvíslegu tagi og þótt kettir séu í eðli sínu kjötætur er þeim flestum
óhætt að éta afganga af hefðbundnum heimilismat. Þó er mælt með að
gæðaþurrmatur sem tekur mið af aldri og ástandi kattarins sé uppistaða
fóðursins.

Kettir
narta mikið og því er í oftast í góðu lagi að setja dagsskammtinn allan í
dallinn í einu. Gæta þarf þess þó að gefa þeim ekki of orkuríkt fóður eða koma
þeim upp á matvendni. Jafnframt þarf að hafa í huga að kettir geta fengið
ofnæmi af fóðrinu sem þeim er gefið.
 

Umgengni

Allir útikettir eiga að hafa ól
með endurskini og merkingu með heimilisfangi og símanúmeri. Einnig er hægt að
eyrna- eða örmerkja ketti. Mörg sveitarfélög gera kröfu um slíkt auk þess
aðdýrin séu ormahreinsuð einu sinni á ári.

Köttur getur lært að hlýða einföldum skipunum og best er að
byrja strax að kenna honum hvað má og hvað ekki . Mismunandi er hvort fólk
venur köttinn á að vera eingöngu inni eða hvort hann fær að fara út. Þegar það
er ákveðið þarf aðtaka tillit til þess að kötturinn gerir þarfir sínar
hvar sem er, m.a. í görðum nágrannana. Þeim flestum til ama og þá getur hann
eyðilagt plöntur og tré t.d. sírenur með því að naga þær.

Umhverfi

Laga þarf umhverfið að kettinum svo hann skaði sig ekki,
til dæmis með því að fjarlægja hættuleg eiturefni og smáhluti.

Margir kettir hafa þörf fyrir að brýna klær sínar og til að
þeir skemmi ekki húsgögn er gott að hafa klórubretti fyrir þá.

Ef ferðast á með köttinn í bílnum á að hafa hann í búri og
festa búrið niður.