Tæplega 200 manns heimsóttu Kattholt á árlegan páskabasar Kattavinafélagins í gær. 40 ár eru frá stofnun félagsins og var haldið sérstaklega upp á það. Við þökkum ykkur fyrir komuna og auðsýndan stuðning við starfsemina. Kattavinum sem gáfu bakkelsi og hluti á basarinn er þakkað og ekki síður þeim sem styrktu með kaupum. Veitingarnar á basarnum voru í boði Freyju, Ölgerðarinnar og Vífilfells og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Nokkrar óskilakisur tóku malandi á móti gestum og tvær kisur eignuðust góð heimili. Ef til vill koma einhverjir sem heimsóttu Kattholt, aftur í næstu viku til þess að skoða kisurnar betur.

Stjórn, starfsfólk og sjálfboðaliðar félagsins, ásamt íbúum Kattholts, senda ykkur öllum hjartans óskir um gleðilega páskahátíð.