Ef þú ákveður að fá þér hreinræktaðan kettling þarftu að hafa upp á ræktanda og vera viðbúinn því að borga töluverða upphæð fyrir hann. Óbreytta húsketti er auðvelt að nálgast, bæði í Kattholti, á dýralæknastofum og í smáauglýsingum dagblaðanna. Því miður hefur ekki skapast hefð fyrir því hérlendis að gefa ekki dýr og því sjaldan krafist borgunar fyrir kettlingana. Það ætti að vera bannað að auglýsa dýr gefins að dómi undirritaðrar. Hvað sem úr verður, hreinræktaður eðalköttur eða óbreyttur götuprins þá er mikilvægt að fá að sjá læðuna og hin systkinin svo og þær umhverfisaðstæður sem kettlingur ólst upp við. Það getur haft mikið að segja um skapgerð og hegðun kattarins seinna í lífinu.

Hanna M Árnadóttir dýralæknir
Dýralæknastofan í Garðabæ