Það er eðlilega stressandi fyrir kettlinginn að vera skyndilega tekinn frá móður sinni og systkinum. Algengt er að þeir fái dálítinn niðurgang á fyrstu dögunum en oftast jafnar það sig af sjálfu sér. Mikilvægt er að kettlingurinn fái næga athygli og kærleika meðan hann er að venjast nýja heimilinu sínu. Varist að setja matarskálarnar of nálægt pissukassanum þar sem það getur gert hann fráhverfan honum og hann vanið sig á nýja salernissiði í óþökk við heimilisfólkið. Ef ung börn eru á heimilinu þarf að gera þeim grein fyrir að kettlingurinn er ekki leikfang og gæta þess að þau leiki ekki við hann nema undir eftirliti fullorðinna. Slysin eru fljót að gerast. ráðlegt er að halda kettlingnum innandyra í a.m.k. 2 vikur eða þar til hann er fullbólusettur.

Hanna M Árnadóttir dýralæknir
Dýralæknastofan í Garðabæ