Velkomin á heimasíðu Kattholts

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-17 (lokað kl. 13-14) og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 14-16 á virkum dögum. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma. Móttaka á hótelgestum á opnunartíma.

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Dýralæknar á vakt um land allt.

Hvað get ég gert ef kötturinn minn týnist? Ráðleggingar til eigenda týndra katta.

Fréttir

Dráp á kisu á Austurlandi

21.11.2017|Comments Off on Dráp á kisu á Austurlandi

Stjórn Kattavinafélags Íslands harmar fréttir af drápi dýraeftirlitsmanns Fljótsdalshérað á kettlingi í eigu fjölskyldu á Egilsstöðum. Ljóst er að dýraeftirlitsmaðurinn braut reglugerð og samþykktir sveitarfélagsins um kattahald, auk þess að brjóta reglugerð um lög við [...]

Jólavörur 2017

17.11.2017|Comments Off on Jólavörur 2017

Jólakort og merkispjöld eru komin í sölu í Kattholti. Í ár prýða kortin/spjöldin Kattarshians kisur. Dagatalið fyrir árið 2018 kemur bráðlega úr prentun. Jólavörurnar koma bráðlega í sölu á dýraspítölum og í gæludýrabúðum. Í boði [...]

Jólavörur fyrir ketti

17.11.2017|Comments Off on Jólavörur fyrir ketti

Það er ekki bara mannfólkið sem fær gjafir í desember því það er ýmislegt til fyrir dýrin okkar líka. Fyrir jólin verða til sölu í Kattholti nammidagatöl fyrir kisur og gjafakassi með nammi og dóti. [...]

Jólaskraut og basardót óskast

14.11.2017|Comments Off on Jólaskraut og basardót óskast

Jólaskraut og annað sem tengist jólum óskast fyrir basarinn sem haldinn verður í Kattholti 2. desember nk. Þeir sem vilja gefa á basarinn geta komið með það í Kattholt á opnunartíma 9-17 (lokað 13-14) á [...]

Smákökur og annað bakkelsi óskast

14.11.2017|Comments Off on Smákökur og annað bakkelsi óskast

Það styttist í jólabasar Kattavinafélags Íslands sem haldinn verður í Kattholti laugardaginn 2. desember kl. 11-16. Síðustu ár hefur kökusalan á basarnum gengið vel og margir keypt sér smákökur og annað bakkelsi. Við leitum til [...]

Kattavinir nær og fjær! 

12.11.2017|Comments Off on Kattavinir nær og fjær! 

Nú þegar vetrarkuldar herja á, viljum við minna á þann óteljandi fjölda katta sem eru á vergangi í og við þéttbýli og í dreifbýli. Villiketti er víða að finna og þó einkum í útjöðrum byggða [...]

Týndur kisi!

02.11.2017|Comments Off on Týndur kisi!

Íbúar á svæðinu nál. Laugavegi 170-174, Túnum, Hlemmi og Holtum og jafnvel víðar. Abú kisi er týndur. Hann er grábröndóttur hvítur undir höku og bringu og á maga og fótum. Abú á heima í Eyjabakka [...]

Kettlingar í heimilisleit

30.10.2017|Comments Off on Kettlingar í heimilisleit

Kattarshians kettlingarnir verða sýndir áhugasömum framtíðareigendum milli kl. 14-16 þriðjudaginn 31. október. Sækja þarf um að taka að sér kettling með því að fylla út umsóknareyðublað. Kettlingarnir eru 3 mánaða, tvö fress og ein læða.

Tombóla

30.10.2017|Comments Off on Tombóla

Sædís Ósk Guðrúnardóttir og Snædís Jökulsdóttir komu færandi hendi í Kattholt. Þær héldu tombólu við Bónus í Hraunbæ og afhentu starfsfólki í Kattholti ágóðann. Stelpunum eru færðar bestu þakkir.

Vinsamleg tilmæli til dýravina

23.10.2017|Comments Off on Vinsamleg tilmæli til dýravina

Kattavinafélagið beinir þeim tilmælum til dýravina, hvar sem er á landinu, að þeir hlúi að kisum á vergangi nú þegar vetur brestur á, með kulda og snjó. Kisum á vergangi, hvort sem um er að [...]

Fordæmum illa meðferð á köttum

19.09.2017|Comments Off on Fordæmum illa meðferð á köttum

Kattavinafélagið lýsir hryggð yfir að enn og aftur hafi dýraníðingsmál komið upp í Hveragerði. Við höfum áður skorað á lögreglstjóra Suðurlands að taka á þessum málum, auk þess sem við höfum sent Mast erindi. Enn [...]

Nú fer sól að lækka á lofti

11.09.2017|Comments Off on Nú fer sól að lækka á lofti

Tilkynningar um dána ákeyrða ketti eru tíðar þessa dagana. Höfum eftirfarandi í huga: Nú fer sól að lækka á lofti og skyggja tekur fyrr á kvöldin. Af þeim sökum er erfiðara að sjá vini okkar [...]

Svissneskir aðdáendur Kattarshians

04.09.2017|Comments Off on Svissneskir aðdáendur Kattarshians

Svissneskir aðdáendur kettlinganna í þáttunum Keeping up with the Kattarshians komu færandi hendi í Kattholt í morgun, mánudag. Þeir skoðuðu fyrrum Kattarshians stjörnurnar sem komnir eru aftur í Kattholt í leit að nýjum heimilum. Frægð [...]

Kattarshians kettlingar í heimilisleit

31.08.2017|Comments Off on Kattarshians kettlingar í heimilisleit

Kattarshians kettlingarnir verða sýndir áhugasömum framtíðareigendum milli kl. 14-16 föstudaginn 1. september. Sækja þarf um að taka að sér kettling með því að fylla út umsóknareyðublað.

Starfsmaður óskast

22.08.2017|Comments Off on Starfsmaður óskast

Okkur vantar hörkuduglegan starfsmann sem er tilbúinn að vinna undir álagi, er jákvæður, stundvís og umfram allt mikill kisuvinur. Starfið felst í umönnun, ræstingu og afgreiðslu. Um er að ræða 90% starf (meðtalin helgarvinna) í ca 2 mánuði [...]

Allar fréttir >>