Velkomin á heimasíðu Kattholts

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-17 (lokað kl.13-14) og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 14-16 á virkum dögum. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma.

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Dýralæknar á vakt um land allt.

Fréttir

Varptími fuglanna

11.05.2016|Comments Off on Varptími fuglanna

Kattavinafélag Íslands hvetur kattaeigendur til að fara að reglugerðum sveitarfélaga og halda köttum sínum innandyra eins og mögulegt er á meðan á varptíma fugla stendur. Í reglugerð Reykjavíkurborgar um kattahald í borginni segir m.a.: „Til [...]

Aðalfundi frestað

11.05.2016|Comments Off on Aðalfundi frestað

Af óviðráðanlegum orsökum frestast aðalfundur Kattavinafélags Íslands fram á haustmánuði. Nánari dagsetning auglýst síðar. F.h. stjórnar Kattavinafélags Íslands Halldóra Björk Ragnarsdóttir

  • kisa

Búið að ráða í sumarstarf

07.05.2016|Comments Off on Búið að ráða í sumarstarf

Það er búið að ráða í auglýst sumarstarf í Kattholti. Við þökkum þeim fjölmörgu einstaklingum sem sýndu starfinu áhuga.

Uppstigningardagur

04.05.2016|Comments Off on Uppstigningardagur

Uppstigningardagur 5. maí: opið milli kl. 9-11. Aðeins mótttaka á hótel- og óskilaköttum. Kettir í heimilisleit verða ekki sýndir þennan dag. Á föstudag verða kettir/kettlingar í heimilisleit sýndir milli kl. 14-16.

  • kisa

Starfsmaður óskast

29.04.2016|Comments Off on Starfsmaður óskast

Okkur vantar hörkuduglegan starfsmann í sumar sem er tilbúinn að vinna undir álagi, er jákvæður, stundvís og umfram allt mikill kisuvinur. Starfið felst í umönnun,ræstingu og afgreiðslu. Vinnutími alla virka daga kl. 8-16 og aðra hvora helgi, laugardag og [...]

Árgjald 2016

24.04.2016|Comments Off on Árgjald 2016

Kæru félagsmenn! Nú hafa seðlar fyrir árgjaldinu 2016 verið sendir út, með gjalddaga 1.maí. Við vonumst eftir góðum viðtökum. Stuðningur ykkar er ómetanlegur og skiptir í raun sköpum fyrir starfsemina í Kattholti. Með kærum kisukveðjum [...]

Gleðilegt sumar

21.04.2016|Comments Off on Gleðilegt sumar

Stjórn og starfsfólk Kattavinafélags Íslands þakkar fyrir veturinn og óskar kattavinum gleðilegs sumars.

  • kettlingar

Sumarstarfsmaður óskast

13.04.2016|Comments Off on Sumarstarfsmaður óskast

Okkur vantar hörkuduglegan starfsmann í sumar sem er tilbúinn að vinna undir álagi, er jákvæður, stundvís og umfram allt mikill kisuvinur. Starfið felst í umönnun,ræstingu og afgreiðslu. Vinnutími alla virka daga kl. 8-16 og aðra hvora helgi, laugardag og [...]

Fósturheimili óskast fyrir tvær læður

13.04.2016|Comments Off on Fósturheimili óskast fyrir tvær læður

Tvær læður óska eftir fósturheimilum næstu tvo mánuði. Annars vegar er læða með nýgotna kettlinga og hins vegar kettlingafull læða komin að goti. Ef önnur dýr eru á heimilunum þá þurfa þær að hafa aðgang [...]

Páskaliljur varasamar

26.03.2016|Comments Off on Páskaliljur varasamar

Við vekjum athygli á að páskaliljur og önnur liljublóm eru eitraðar köttum (páskaliljurnar á myndinni eru gervi). Eitrunin verður ef köttur nartar í blöðin, blómin eða frjóin. Einkenni eru meðal annars uppköst og mikilvægt er [...]

Kattavinafélaginu færð gjöf

26.03.2016|Comments Off on Kattavinafélaginu færð gjöf

Í tilefni 40 ára afmælis Kattavinafélags Íslands færði starfsfólk Dýrheima félaginu þessa fallegu styttu að gjöf. Dýrheimar hafa staðið þétt við bakið á Kattholti með matargjöfum handa kisunum. Við erum óendanlega þakklát fyrir stuðninginn.

Opnunartími um páska

21.03.2016|Comments Off on Opnunartími um páska

Kattholt verður opið um páskana sem hér segir: Skírdagur, 24. mars: 09-11. Föstudagurinn langi, 25. mars: 09-11. Laugardagur, 26. mars: 09-11. Páskadagur, 27. mars: 09-11. Annar í páskum, 28. mars: 09-11. Vinsamlegast ath. Eingöngu móttaka [...]

Þakkir vegna basars

21.03.2016|Comments Off on Þakkir vegna basars

Tæplega 200 manns heimsóttu Kattholt á árlegan páskabasar Kattavinafélagins í gær. 40 ár eru frá stofnun félagsins og var haldið sérstaklega upp á það. Við þökkum ykkur fyrir komuna og auðsýndan stuðning við starfsemina. Kattavinum [...]

  • kisa

Hótelið fullbókað um páskana

16.03.2016|Comments Off on Hótelið fullbókað um páskana

Kattaeigendur athugið. Fullbókað er á Hótel Kattholt um páskana.

Bakkelsi óskast

14.03.2016|Comments Off on Bakkelsi óskast

Kæru vinir! Enn og aftur leitum við til ykkar eftir aðstoð. Framundan er hinn árlegi páskabasar til styrktar kisunum í Kattholti, eða laugardaginn 19. mars n.k. kl. 11 til 16. Langar okkur að biðja bakarana [...]

Allar fréttir >>