Velkomin á heimasíðu Kattholts

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-17 (lokað kl. 13-14) og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 14-16 á virkum dögum. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma. Móttaka á hótelgestum á opnunartíma.

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Dýralæknar á vakt um land allt.

Hvað get ég gert ef kötturinn minn týnist? Ráðleggingar til eigenda týndra katta.

Fréttir

“Ég er ekki jólagjöf sem fæst skilað eða skipt”

10.12.2017|Comments Off on “Ég er ekki jólagjöf sem fæst skilað eða skipt”

Kettlingur er ekki hentug jólagjöf til að gefa öðrum. Oft er það skyndiákvörðun að kettlingur er valinn sem jólagjöf. Það kemur oft þiggjanda á óvart að fá dýr og kemur í ljós að hann hafi [...]

Jólastjarnan stórhættuleg!

10.12.2017|Comments Off on Jólastjarnan stórhættuleg!

Kattaeigendur athugið! Nokkrar tegundir fræplantna sem eru vinsælar á þessum árstíma eru stórhættulegar köttum. Þar á meðal er jólastjarnan.

Þakkir vegna jólabasars

08.12.2017|Comments Off on Þakkir vegna jólabasars

Við hjá Kattavinafélaginu, starfsfólkið og kisurnar í Kattholti, þakka af öllu hjarta frábærar viðtökur við jólabasarnum á laugardag. Basargestir í Stangarhylnum hafa aldrei verið fleiri og fyrir utan þennan stórkostlega stuðning við starfið í Kattholti, [...]

Fullbókað á Hótel Kattholti

07.12.2017|Comments Off on Fullbókað á Hótel Kattholti

Kæru kattaeigendur! Það er fullbókað á Hótel Kattholti um jól og áramót. Þeir sem hafa áhuga á að vera á biðlista geta haft samband í síma 567-2909 eða sent póst á kattholt@kattholt.is. Nánari upplýsingar um [...]

Jólabasar á laugardag

29.11.2017|Comments Off on Jólabasar á laugardag

Jólabasar Kattavinafélags Íslands verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík, laugardaginn 2. desember kl. 11-16. Á boðstólum verða fallegir munir er tengjast jólunum s.s. jólakort, merkispjöld, jólapappír, jólaskraut, handverk, handunnin kerti ásamt hefðbundnu basardóti. Á [...]

Fyrir og eftir myndir

24.11.2017|Comments Off on Fyrir og eftir myndir

Í september sl. bjargaði kattavinur grindhoruðum ketti í Kattholt. Kötturinn var máttfarinn og veikur eftir að hafa líklegast lokast inni. Hann var 2,5 kg við komu sem er afar lítið fyrir 5 ára ógeltan fress. [...]

Hótel Kattholt-nú þarf að panta

24.11.2017|Comments Off on Hótel Kattholt-nú þarf að panta

Nú styttist í jólin og margir ætla út úr bænum eða til útlanda í fríinu. Um síðustu jól var fullbókað, enn eru laus pláss eftir fyrir þessi jól. Það er gott að vita af kettinum [...]

Dráp á kisu á Austurlandi

21.11.2017|Comments Off on Dráp á kisu á Austurlandi

Stjórn Kattavinafélags Íslands harmar fréttir af drápi dýraeftirlitsmanns Fljótsdalshérað á kettlingi í eigu fjölskyldu á Egilsstöðum. Ljóst er að dýraeftirlitsmaðurinn braut reglugerð og samþykktir sveitarfélagsins um kattahald, auk þess að brjóta reglugerð um lög við [...]

Jólavörur 2017

17.11.2017|Comments Off on Jólavörur 2017

Jólakort og merkispjöld eru komin í sölu í Kattholti. Í ár prýða kortin/spjöldin Kattarshians kisur. Dagatalið fyrir árið 2018 kemur bráðlega úr prentun. Jólavörurnar koma bráðlega í sölu á dýraspítölum og í gæludýrabúðum. Í boði [...]

Jólavörur fyrir ketti

17.11.2017|Comments Off on Jólavörur fyrir ketti

Það er ekki bara mannfólkið sem fær gjafir í desember því það er ýmislegt til fyrir dýrin okkar líka. Fyrir jólin verða til sölu í Kattholti nammidagatöl fyrir kisur og gjafakassi með nammi og dóti. [...]

Jólaskraut og basardót óskast

14.11.2017|Comments Off on Jólaskraut og basardót óskast

Jólaskraut og annað sem tengist jólum óskast fyrir basarinn sem haldinn verður í Kattholti 2. desember nk. Þeir sem vilja gefa á basarinn geta komið með það í Kattholt á opnunartíma 9-17 (lokað 13-14) á [...]

Smákökur og annað bakkelsi óskast

14.11.2017|Comments Off on Smákökur og annað bakkelsi óskast

Það styttist í jólabasar Kattavinafélags Íslands sem haldinn verður í Kattholti laugardaginn 2. desember kl. 11-16. Síðustu ár hefur kökusalan á basarnum gengið vel og margir keypt sér smákökur og annað bakkelsi. Við leitum til [...]

Kattavinir nær og fjær! 

12.11.2017|Comments Off on Kattavinir nær og fjær! 

Nú þegar vetrarkuldar herja á, viljum við minna á þann óteljandi fjölda katta sem eru á vergangi í og við þéttbýli og í dreifbýli. Villiketti er víða að finna og þó einkum í útjöðrum byggða [...]

Týndur kisi!

02.11.2017|Comments Off on Týndur kisi!

Íbúar á svæðinu nál. Laugavegi 170-174, Túnum, Hlemmi og Holtum og jafnvel víðar. Abú kisi er týndur. Hann er grábröndóttur hvítur undir höku og bringu og á maga og fótum. Abú á heima í Eyjabakka [...]

Kettlingar í heimilisleit

30.10.2017|Comments Off on Kettlingar í heimilisleit

Kattarshians kettlingarnir verða sýndir áhugasömum framtíðareigendum milli kl. 14-16 þriðjudaginn 31. október. Sækja þarf um að taka að sér kettling með því að fylla út umsóknareyðublað. Kettlingarnir eru 3 mánaða, tvö fress og ein læða.

Allar fréttir >>