Velkomin á heimasíðu Kattholts

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-17 (lokað kl.13-14) og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 14-16 á virkum dögum. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma.

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Dýralæknar á vakt um land allt.

Fréttir

Kettir á Hrafnistu í Kópavogi

25.10.2016|Comments Off on Kettir á Hrafnistu í Kópavogi

Fyrrum Kattholtskötturinn Valdimar býr á Hrafnistu í Kópavogi. Sjá frétt

Hlúum að kisum á vergangi

25.10.2016|Comments Off on Hlúum að kisum á vergangi

Vinsamleg tilmæli: Kattavinafélagið beinir þeim tilmælum til dýravina, hvar sem er á landinu, að þeir hlúi að kisum á vergangi nú þegar vetur brestur á, með kulda og snjó. Kisum á vergangi, hvort sem um [...]

Aðalfundur

02.10.2016|Comments Off on Aðalfundur

Aðalfundur Kattavinafélags Íslands verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík, fimmtudaginn 13. október 2016 kl. 20:00 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreyting 3. Önnur mál Kaffiveitingar Félagar hvattir til að mæta. Stjórnin

Nú fer sól að lækka á lofti

18.09.2016|Comments Off on Nú fer sól að lækka á lofti

Tilkynningar um dána ákeyrða ketti eru tíðar þessa dagana. Höfum eftirfarandi í huga: Nú fer sól að lækka á lofti og skyggja tekur fyrr á kvöldin. Af þeim sökum er erfiðara að sjá vini okkar [...]

Gjöf

15.09.2016|Comments Off on Gjöf

Heiða Björk Halldórsdóttir, 10 ára kisuvinur safnaði dósum og gaf kisunum í Kattholti ágóðann samtals kr. 5.424.- Henni eru færðar bestu þakkir.

Týndur-Garðabæ-Fundarlaun

13.09.2016|Comments Off on Týndur-Garðabæ-Fundarlaun

Sæmundur er svartur fressköttur og er rúmlega 3 ára gamall. Hann á að vera með rauða hálsól með fjólubláu merkispjaldi með nafninu Sæmi og símanúmerið 699-4250. Auk þess er hann örmerktur og skráður á Dýraauðkenni. [...]

Reykjavíkurmaraþon á laugardag

18.08.2016|Comments Off on Reykjavíkurmaraþon á laugardag

Nú styttist í hið árlega Reykjavíkurmaraþon sem verður laugardaginn 20. ágúst og að sjálfsögðu eru kattavinir sem ætla að hlaupa til styrktar Kattholti. Þið sem viljið heita á hlauparana okkar farið vinsamlega inn á https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/75/kattavinafelag-islands - veljið [...]

Alþjóðlegur dagur katta

08.08.2016|Comments Off on Alþjóðlegur dagur katta

Alþjóðlegur dagur katta er 8. ágúst. Til hamingju með daginn allar kisur nær og fjær! Í dag eignuðust þrír fullorðnir kettir úr Kattholti ný heimili. Til hamingju Sjarmur, Sússí og Silfra! 🙂

Tombóla til styrktar Kattholti

06.08.2016|Comments Off on Tombóla til styrktar Kattholti

Vinkonurnar og kattavinirnir Emma Einarsdóttir og Sigrún Efemía Halldórsdóttir héldu nýverið tombólu við Spöngina og söfnuðu 6.310 kr. sem þær afhentu starfsfólki Kattholts síðastliðinn föstudag. Vinkonunum eru færðar bestu þakkir.

Fullbókað á hótelinu til 10. ágúst

04.08.2016|Comments Off on Fullbókað á hótelinu til 10. ágúst

Kattaeigendur athugið. Það er fullbókað á Hótel Kattholti til 10. ágúst. Með góðri kveðju starfsfólk

Athvarfið Kattholt 25 ára

29.07.2016|Comments Off on Athvarfið Kattholt 25 ára

  Þegar Kattavinafélag Íslands varð að veruleika árið 1976, fóru Svanlaug Löve, aðalhvatamaður að stofnun þess og maður hennar Gunnar Pétursson, að taka óskilaketti inn á heimili sitt. Ljóst var að þörfin fyrir slíkt var [...]

Opnunartími um verslunarmannahelgi

26.07.2016|Comments Off on Opnunartími um verslunarmannahelgi

Opnunartími um verslunarmannahelgi (laugardag, sunnudag og mánudag) er kl. 9-11. Eingöngu móttaka á hótel- og óskilaköttum. Kettir í heimilisleit eru ekki sýndar þessa daga. Fullbókað er á Hótel Kattholt þessa helgi. Góða helgi! Starfsfólk og kisur í Kattholti

Reykjavíkurmaraþon

17.07.2016|Comments Off on Reykjavíkurmaraþon

Kæru kattavinir, það styttist óðfluga í Reykjavíkurmaraþon sem haldið verður 20. ágúst næstkomandi. Nú þegar hafa nokkrir skráð sig til að hlaupa fyrir Kattholt en við hvetjum fleiri til þess að taka þátt. Við ætlum [...]

Fullbókað á hótelinu um verslunarmannahelgina

17.07.2016|Comments Off on Fullbókað á hótelinu um verslunarmannahelgina

Kæru kattaeigendur! Það er fullbókað á Hótel Kattholti til 2. ágúst næstkomandi. Kisur sem koma á hótelið þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði. Áhugasamir geta hringt í síma 567-2909 eða sent póst á kattholt@kattholt.is fyrir frekari upplýsingar. [...]

Fósturheimili óskast

13.07.2016|Comments Off on Fósturheimili óskast

Óskum eftir fósturheimili fyrir kettlingafulla læðu. Um er að ræða fóstur í þrjá mánuði. Læðan heitir Písl og er mjög ljúf og kelin. Við leitum að ábyrgðarfullum einstaklingum og kattavinum sem búa við rólegheit og [...]

Allar fréttir >>