Velkomin á heimasíðu Kattholts

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-17 (lokað kl.13-14) og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 14-16 á virkum dögum. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma.

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Dýralæknar á vakt um land allt.

Fréttir

Fullbókað á hótelinu til 11. júlí

19.06.2016|Comments Off on Fullbókað á hótelinu til 11. júlí

Kæru kattaeigendur! Það er fullbókað á Hótel Kattholti til 11. júlí næstkomandi. Núna er tíminn til að panta gistingu fyrir kisu seinni part júlí mánaðar og um verslunarmannahelgi. Í fyrra komust færri að en vildu. [...]

Opnunartími 17. júní

16.06.2016|Comments Off on Opnunartími 17. júní

Föstudaginn - 17. júní verður opið milli kl. 9-11. Eingöngu móttaka á hótelgestum og óskilakisum. Kisur í heimilisleit verða ekki sýndar þennan dag. Starfsfólk og kisur í Kattholti

Fullbókað á hótelinu til 24. júní

08.06.2016|Comments Off on Fullbókað á hótelinu til 24. júní

Kattaeigendur athugið. Fullbókað er á Hótel Kattholt til 24. júní. Við eigum örfá pláss 24.-30. júní. Minnum á að nú er tíminn til að panta hótelgistingu fyrir kisu í júlí mánuði og um verslunarmannahelgi. Í [...]

Velkomin á Hótel Kattholt

04.06.2016|Comments Off on Velkomin á Hótel Kattholt

Frá opnun Kattholts hefur verið starfrækt gæsla á heimilisköttum sem þurfa að dvelja þar í lengri eða skemmri tíma á meðan eigendurnir eru í burtu frá heimilum. Hótelið er opið allan ársins hring. Kettirnir þurfa [...]

Eindagi árgjalds

30.05.2016|Comments Off on Eindagi árgjalds

Kæru félagsmenn. Við vekjum athygli ykkar á að 1. júní er eindagi árgjalds. Fjölmargir hafa nú þegar staðið skil á gjaldinu, en betur má ef duga skal! Þið eruð okkar haldreipi og besti stuðningur við [...]

Umfjöllun um Kattholt á mbl.is

29.05.2016|Comments Off on Umfjöllun um Kattholt á mbl.is

Hér er tengill á frétt

Týndur í tvö ár

29.05.2016|Comments Off on Týndur í tvö ár

Kötturinn Surya er kominn heim til sín eftir að hafa verið týndur í tæp tvö ár! Hann er inniköttur sem slapp út um glugga í júlí árið 2014. Kattavinur kom með Surya í Kattholt en [...]

Varptími fuglanna

11.05.2016|Comments Off on Varptími fuglanna

Kattavinafélag Íslands hvetur kattaeigendur til að fara að reglugerðum sveitarfélaga og halda köttum sínum innandyra eins og mögulegt er á meðan á varptíma fugla stendur. Í reglugerð Reykjavíkurborgar um kattahald í borginni segir m.a.: „Til [...]

Aðalfundi frestað

11.05.2016|Comments Off on Aðalfundi frestað

Af óviðráðanlegum orsökum frestast aðalfundur Kattavinafélags Íslands fram á haustmánuði. Nánari dagsetning auglýst síðar. F.h. stjórnar Kattavinafélags Íslands Halldóra Björk Ragnarsdóttir

  • kisa

Búið að ráða í sumarstarf

07.05.2016|Comments Off on Búið að ráða í sumarstarf

Það er búið að ráða í auglýst sumarstarf í Kattholti. Við þökkum þeim fjölmörgu einstaklingum sem sýndu starfinu áhuga.

Uppstigningardagur

04.05.2016|Comments Off on Uppstigningardagur

Uppstigningardagur 5. maí: opið milli kl. 9-11. Aðeins mótttaka á hótel- og óskilaköttum. Kettir í heimilisleit verða ekki sýndir þennan dag. Á föstudag verða kettir/kettlingar í heimilisleit sýndir milli kl. 14-16.

  • kisa

Starfsmaður óskast

29.04.2016|Comments Off on Starfsmaður óskast

Okkur vantar hörkuduglegan starfsmann í sumar sem er tilbúinn að vinna undir álagi, er jákvæður, stundvís og umfram allt mikill kisuvinur. Starfið felst í umönnun,ræstingu og afgreiðslu. Vinnutími alla virka daga kl. 8-16 og aðra hvora helgi, laugardag og [...]

Árgjald 2016

24.04.2016|Comments Off on Árgjald 2016

Kæru félagsmenn! Nú hafa seðlar fyrir árgjaldinu 2016 verið sendir út, með gjalddaga 1.maí. Við vonumst eftir góðum viðtökum. Stuðningur ykkar er ómetanlegur og skiptir í raun sköpum fyrir starfsemina í Kattholti. Með kærum kisukveðjum [...]

Gleðilegt sumar

21.04.2016|Comments Off on Gleðilegt sumar

Stjórn og starfsfólk Kattavinafélags Íslands þakkar fyrir veturinn og óskar kattavinum gleðilegs sumars.

  • kettlingar

Sumarstarfsmaður óskast

13.04.2016|Comments Off on Sumarstarfsmaður óskast

Okkur vantar hörkuduglegan starfsmann í sumar sem er tilbúinn að vinna undir álagi, er jákvæður, stundvís og umfram allt mikill kisuvinur. Starfið felst í umönnun,ræstingu og afgreiðslu. Vinnutími alla virka daga kl. 8-16 og aðra hvora helgi, laugardag og [...]

Allar fréttir >>