Velkomin á heimasíðu Kattholts

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-17 (lokað kl. 13-14) og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 14-16 á virkum dögum. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma. Móttaka á hótelgestum á opnunartíma.

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Dýralæknar á vakt um land allt.

Hvað get ég gert ef kötturinn minn týnist? Ráðleggingar til eigenda týndra katta.

Fréttir

Kettlingar á vergangi

14.08.2017|Comments Off on Kettlingar á vergangi

Það verður að fara varlega þegar velja þarf kettlingum eða eldri kisum ný heimili. Óvenjumikið hefur verið um það undanfarið að kettlingar eru að finnast ómerktir á vergangi. Kattavinafélagið vill brýna fyrir fólki að láta [...]

Sagan af Mozart litla-Styttist í Reykjavíkurmaraþon

14.08.2017|Comments Off on Sagan af Mozart litla-Styttist í Reykjavíkurmaraþon

Mozart litli fannst nær dauði en lífi fyrir nokkru síðan. Á Dýraspítalanum í Víðidal og í Kattholti fékk hann læknishjálp og umönnun svo hann næði heilsu aftur. Starfið í Kattholti er mikilvægt fyrir heimilislausar kisur [...]

REYKJAVÍKURMARAÞON 2017

06.08.2017|Comments Off on REYKJAVÍKURMARAÞON 2017

Kæru kattavinir Það styttist óðfluga í Reykjavíkurmaraþon sem haldið verður 19. ágúst næstkomandi. Fjöldi kattavina ætla að hlaupa fyrir kisurnar en það er ekki of seint fyrir nýja þátttakendur að skrá sig til leiks. Hægt [...]

Kattarshians kettlingar í heimilisleit

12.07.2017|Comments Off on Kattarshians kettlingar í heimilisleit

Kattarshians kettlingarnir verða sýndir áhugasömum framtíðareigendum milli kl. 14-16 mánudaginn 17. júlí. Sækja þarf um að taka að sér kettling með því að fylla út umsóknareyðublað.

Slæmt ástand í Kattholti

12.07.2017|Comments Off on Slæmt ástand í Kattholti

Stjórn og starfsfólk Kattavinafélags Íslands lýsir þungum áhyggjum yfir stöðu kattamála á landinu. Undanfarnar vikur hafa komið tugir kettlinga, margar læður með kettlinga og kettlingafullar læður í Kattholt. Að auki tugir annarra óskilakatta og eiga [...]

Fullbókað til 8. ágúst

11.07.2017|Comments Off on Fullbókað til 8. ágúst

Fullbókað á Hótel Kattholti til 8. ágúst nk. Hotel Kattholt is fully booked until August 8.

Hótel Kattholt fullbókað til 24. júlí nk.

30.06.2017|Comments Off on Hótel Kattholt fullbókað til 24. júlí nk.

Fullbókað á Hótel Kattholti til 24. júlí nk. Það er ennþá laus pláss fyrir verslunarmannahelgi.

Þakkir til kattavina

28.06.2017|Comments Off on Þakkir til kattavina

Okkur hefur borist mikið af flís- og ullarteppum eftir að við óskuðum eftir þeim. Við færum kattavinum innilegar þakkir fyrir gjafirnar.

Hlauparar óskast!

28.06.2017|Comments Off on Hlauparar óskast!

Stuðningur kattavina er ómetanlegur fyrir Kattholt. Nokkrir duglegir hlauparar ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst nk. og safna áheitum fyrir kisurnar. Við hvetjum fleiri kattavini til að taka þátt en þeir sem vilja [...]

Fullbókað til 10. júlí nk.

21.06.2017|Comments Off on Fullbókað til 10. júlí nk.

Kattaeigendur athugið. Það er fullbókað á Hótel Kattholti til 10. júlí nk. Nú er tíminn til að panta fyrir verslunarmannahelgi.

Velkomin í félagið!

10.06.2017|Comments Off on Velkomin í félagið!

Kæru vinir! Fjölmargir nýjir kattavinir hafa skráð sig undanfarnar vikur í félagið. Því fögnum við að sjálfsögðu og bjóðum þá hjartanlega velkomna! Þökkum um leið þeim sem þegar hafa greitt félagsgjald ársins 2017 kærlega fyrir [...]

Reykjavíkurmaraþon

10.06.2017|Comments Off on Reykjavíkurmaraþon

Hvetjum kattavini til að skrá sig í Reykjavíkurmaraþon og hlaupa til styrktar köttunum í Kattholti. Hér má skrá sig. Inn á síðunni Hlaupastyrkur má sjá hvað hefur safnast mikið fyrir félagið.

Fullbókað á hótelinu 8.-19. júní nk.

31.05.2017|Comments Off on Fullbókað á hótelinu 8.-19. júní nk.

Kattaeigendur athugið. Fullbókað er á Hótel Kattholti 8.-19. júní nk. Minnum á að nú er tíminn til að panta hótelgistingu fyrir kisu í júlí mánuði og um verslunarmannahelgina.

Uppstigningardagur

23.05.2017|Comments Off on Uppstigningardagur

Fimmtudaginn, 25. maí (Uppstigningardag) verður opið milli 9-11. Eingöngu móttaka á hótelgestum og óskilakisum. Kisur í heimilisleit verða ekki sýndar þennan dag.

Aðalfundur Kattavinafélags Íslands

16.05.2017|Comments Off on Aðalfundur Kattavinafélags Íslands

Aðalfundur Kattavinafélags Íslands verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík, mánudaginn 22. maí 2017, kl. 20:00 Dagsskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál, löglega fram borin Kaffiveitingar Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin

Allar fréttir >>