Velkomin á heimasíðu Kattholts

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-17 (lokað kl. 13-14) og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 14-16 á virkum dögum. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma. Móttaka á hótelgestum á opnunartíma.

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Dýralæknar á vakt um land allt.

Hvað get ég gert ef kötturinn minn týnist? Ráðleggingar til eigenda týndra katta.

Fréttir

  • Minningarsjóður Sigríðar Heiðberg

Kattholt heimsótt

21.04.2018|Comments Off on Kattholt heimsótt

Fjallað er um ketti í þættinum Málið er á Rás 1 og var Kattholt meðal annars heimsótt. Fróðlegur þáttur sem kattaunnendur mega ekki láta framhjá sér fara.  

Sumarkveðja

19.04.2018|Comments Off on Sumarkveðja

Sendum öllum dýravinum nær og fjær bestu óskir um gleðilegt sumar og þökkum fyrir gott samstarf, góðar óskir og frábæran stuðning í vetur. Vonum að sumarið verði öllum kisum hlýtt og bjart.

Sumardagurinn fyrsti – Opnunartími

18.04.2018|Comments Off on Sumardagurinn fyrsti – Opnunartími

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl verður opið milli kl 9-11. Aðeins móttaka á óskila- og hótelköttum. Kettir í heimilisleit eru ekki sýndir þennan dag. Þeir sem hafa áhuga á að taka að sér yndislega loðbolta [...]

Sýnum ábyrgð í verki!

02.04.2018|Comments Off on Sýnum ábyrgð í verki!

Kæri kattaeigandi! Hefur þú kynnt þér samþykkt þíns bæjar- eða sveitarfélags um katthald? Að kunna skil á skyldum sínum sem kattaeigandi kemur í veg fyrir langvarandi þjáningar vergangs- og villikatta. Sýnum ÁBYRGÐ í verki! Hér [...]

Gaf fermingarpeningana

29.03.2018|Comments Off on Gaf fermingarpeningana

Mar­grét Tekla Arn­fríðardótt­ir ákvað að láta gott af sér leiða og gaf hluta af fermingarpeningnum til Rauða kross­ins og Katt­holts. Til hamingju með ferminguna Margrét og kærar þakkir fyrir að hugsa til kisanna!   https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/03/28/gaf_fermingarpening_til_manna_og_dyra/

Þakkir vegna páskabasars

29.03.2018|Comments Off on Þakkir vegna páskabasars

Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera páskabasarinn okkar jafn glæsilegan og raun bar vitni. Sérstakar þakkir til þeirra sem bökuðu girnilegar kökur, gáfu fallega muni og handverk, [...]

  • kettlingar

Opnunartími um páskana

28.03.2018|Comments Off on Opnunartími um páskana

Skírdagur 9-11 Föstudagurinn langi 9-11 Laugardagur 9-11 Páskadagur 9-11 Annar í páskum 9-11 Ath. Aðeins tekið á móti hótel- og óskilakisum þessa daga. Kisur í heimilisleit eru ekki sýndar frá deginum í dag (miðv. 28. [...]

Fullbókað á Hótel Kattholti um páskana

20.03.2018|Comments Off on Fullbókað á Hótel Kattholti um páskana

Kæru kattaeigendur! Það er fullbókað á Hótel Kattholti um páskana. Þeir sem hafa áhuga á að vera á biðlista geta haft samband í síma 567-2909 eða sent póst á kattholt@kattholt.is. Nánari upplýsingar um hótelið á [...]

4 dagar í basar!

20.03.2018|Comments Off on 4 dagar í basar!

Það eru aðeins 4 dagar í basar...við erum orðnar spenntar! Okkur vantar alltaf fleiri sem eru tilbúnir að baka fyrir okkur. Ef þú hefur áhuga þá endilega sendu póst á eygudjons@simnet.is. Eins ef þú átt páskaskraut [...]

Bakað fyrir basar!

14.03.2018|Comments Off on Bakað fyrir basar!

Kæru vinir! Páskabasarinn í ár verður haldinn í Kattholti 24. mars n. k. og enn vantar okkur fleiri flinka bakara! Ef þú sérð þér fært að leggja okkur lið, þá endilega sendu okkur línu á [...]

Páskabasar 2018-Bakkelsi óskast

10.03.2018|Comments Off on Páskabasar 2018-Bakkelsi óskast

Kæru vinir! Nú styttist í páskabasar til styrktar kisunum í Kattholti. Og því leitum við enn og aftur til ykkar með aðstoð. Kökur og kruðerí hafa skipað alveg sérstakan sess á basarnum undanfarin ár og [...]

ÖRMERKING getur skipt sköpum ef kisan þín týnist

10.03.2018|Comments Off on ÖRMERKING getur skipt sköpum ef kisan þín týnist

Örmerki er lítil örflaga á stærð við hrísgrjón sem sett er undir húð í hnakka kattar. Örmerki eru lesin með sérstökum skanna hjá dýralæknum og í Kattholti. Dýraauðkenni er miðlægur gagnagrunnur sem geymir örmerkingu dýra [...]

Miðbær/Skuggahverfi – Reykjavík

25.02.2018|Comments Off on Miðbær/Skuggahverfi – Reykjavík

Brandur litli Ljónshjarta týndist frá Lindargötu í óveðri sem gekk yfir borgina í feb./mars 2017 og hefur ekki fundist enn þrátt fyrir mikla eftirgrennslan. Hann var þá ca 7 mán., geldur og örmerktur og er [...]

Kæru kattavinir! 

13.02.2018|Comments Off on Kæru kattavinir! 

Nú þegar vetrarkuldar herja á af miklum krafti, viljum við enn og aftur minna á þann óteljandi fjölda vergangs- og villikatta sem eru á ferli í og við þéttbýli sem og í dreifbýli. Við skorum [...]

Kennslubók til styrktar dýrum í vanda

08.02.2018|Comments Off on Kennslubók til styrktar dýrum í vanda

Ágóði af sölu þessarar sígildu kennslubókar fer til styrktar dýrum í vanda. Kattavinafélagið þakkar kærlega fyrir hönd kattanna í Kattholti og hvetur fólk til að kaupa bókina. Útgefandi hinnar sígildu bókar FLAUTAN OG LITIRNIR, hefur [...]

Allar fréttir >>