Velkomin á heimasíðu Kattholts

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-17 (lokað kl.13-14) og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 14-16 á virkum dögum. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma.

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Dýralæknar á vakt um land allt.

Fréttir

Áramótakveðja

30.12.2016|Comments Off on Áramótakveðja

Stjórn og starfsfólk Kattavinafélags Íslands, sendir dýravinum og öðrum landsmönnum bestu óskir um gæfu og gott gengi á nýju ári. Munum að vernda og hlú að dýrunum okkar um áramót og alla daga. Með góðum [...]

Áramótaráð

29.12.2016|Comments Off on Áramótaráð

Gamlársdagur og dagarnir þar um kring eru köttum erfiðir, þeir verða skelfingu lostnir yfir hávaðanum sem fylgir flugeldum og skilja ekki hvað gengur á. Mælum með að halda útiköttum innandyra á gamlársdag og á þrettándanum. [...]

Jólakveðja

23.12.2016|Comments Off on Jólakveðja

Stjórn og starfsfólk Kattavinafélags Íslands sendir félagsmönnum og öðrum velunnurum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum, hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár og þakkar samstarf og ómetanlegan stuðning á árinu sem er að líða. [...]

Fullbókað á Hótel Kattholti

12.12.2016|Comments Off on Fullbókað á Hótel Kattholti

Kæru kattaeigendur! Það er fullbókað á Hótel Kattholti um jól og áramót. Þeir sem hafa áhuga á að vera á biðlista geta haft samband í síma 567-2909 eða sent póst á kattholt@kattholt.is. Nánari upplýsingar um [...]

Opnunartími um jól og áramót

09.12.2016|Comments Off on Opnunartími um jól og áramót

  23. des Þorláksmessa opið kl 9-15 24. des - 25.des opið kl 9-11 26. des - 30. des opið kl 9-15 31. des - 01. jan opið kl 9-11 2. jan opið kl 10-17 [...]

HÓTEL KATTHOLT-Nú þarf að panta!

09.12.2016|Comments Off on HÓTEL KATTHOLT-Nú þarf að panta!

Nú styttist í jólin og margir ætla út úr bænum eða til útlanda í fríinu. Um síðustu jól var fullbókað, enn eru örfá laus pláss eftir fyrir þessi jól. Við hvetjum ykkur til að panta [...]

Þakkir vegna jólabasars

26.11.2016|Comments Off on Þakkir vegna jólabasars

Kæru vinir Kattholts! Hjartans bestu þakkir til allra sem komu í Stangarhylinn í dag og ykkar sem gáfuð muni og bökuðu fyrir basarinn og gerðuð okkur kleift að halda glæsilegan basar. Aldrei hafa jafn margir [...]

Jólabasar á morgun

25.11.2016|Comments Off on Jólabasar á morgun

Jólabasar Kattavinafélags Íslands verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík á morgun, 26. nóvember milli kl. 11-16. Bakarar eru beðnir um að koma með innpakkað bakkelsi milli kl. 10-11 um morguninn. Mikið úrval af fallegum [...]

Bakkelsi og jólaskraut óskast

19.11.2016|Comments Off on Bakkelsi og jólaskraut óskast

Kæru vinir. Það er orðin hefð hjá mörgum kattavinum að kíkja í Stangarhylinn laugardaginn fyrir fyrsta sunnudag aðventu, sem í ár ber upp á 26. nóvember n.k. Fjöldi gesta eykst á hverju ári, sem er [...]

Fósturheimili óskast

14.11.2016|Comments Off on Fósturheimili óskast

Kæru kattavinir, í Kattholti er kettlingafull læða sem komin er að goti og vantar því fósturheimili. Hvetjum áhugasama til að hafa samband.

Fallegir taupokar

08.11.2016|Comments Off on Fallegir taupokar

Þessir flottu taupokar eru nýjung hjá okkur! Þeir eru sérstaklega hannaðir og prentaðir af starfsmanni í Kattholti og maka hans. Verð aðeins kr. 1.500.

Íslenskt handverk til sölu

08.11.2016|Comments Off on Íslenskt handverk til sölu

Í Kattholti er nú til sölu fallegt skraut (íslenskt handverk), litlar kisur sem eru til í hinum ýmsu litum. Ágóðinn af sölunni rennur til Sjúkrasjóðsins Nóttar sem er ætlaður til að kosta læknisaðgerðir og hjúkrun [...]

Jólabasar í Kattholti

05.11.2016|Comments Off on Jólabasar í Kattholti

Hinn árlegi jólabasar Kattavinafélags Íslands verður haldinn laugardaginn 26. nóvember n.k. kl. 11-16 í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík. Á boðstólum verða fallegir munir er tengjast jólunum s.s. jólakort, merkispjöld, jólapappír, jólaskraut, handverk, handunnin kerti og [...]

Styttist í jólabasar

28.10.2016|Comments Off on Styttist í jólabasar

Júlli jólakisi minnir á að nú eru rétt um 4 vikur þangað til jólabasarinn í Kattholti verður haldinn og finnst tímabært að nefna við vini og velunnara Kattholts, hvort þeir séu aflögufærir með jólaskraut eða [...]

Kettir á Hrafnistu í Kópavogi

25.10.2016|Comments Off on Kettir á Hrafnistu í Kópavogi

Fyrrum Kattholtskötturinn Valdimar býr á Hrafnistu í Kópavogi. Sjá frétt

Allar fréttir >>