Velkomin á heimasíðu Kattholts

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-17 (lokað kl.13-14) og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 14-16 á virkum dögum. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma.

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Dýralæknar á vakt um land allt.

Hvað get ég gert ef kötturinn minn týnist? Ráðleggingar til eigenda týndra katta.

Fréttir

Sumarstarfsmaður

12.04.2017|Comments Off on Sumarstarfsmaður

Okkur vantar hörkuduglegan starfsmann í sumar sem er tilbúinn að vinna undir álagi, er jákvæður, stundvís og umfram allt mikill kisuvinur. Starfið felst í umönnun, ræstingu og afgreiðslu. Vinnutími alla virka daga kl. 8-16 (gæti orðið einhverja daga til kl. [...]

Þakkir vegna páskabasars

12.04.2017|Comments Off on Þakkir vegna páskabasars

Við þökkum þeim fjölmörgu sem heimsóttu basarinn í Kattholti í gær og sömuleiðis þeim sem lögðu okkur lið við að gera basarinn eins glæsilegan og raun bar vitni. Það var girnilegt bakkelsi sem okkur barst, [...]

Opnunartími um páska

12.04.2017|Comments Off on Opnunartími um páska

Frá og með fimmtudeginum 13. apríl (Skírdag)  til og með mánudagsins 17. apríl (annan í páskum) er opið milli 9-11. Sumardaginn fyrsta 20. apríl er opið 9-11.   Þessa daga er eingöngu móttaka fyrir hótelgesti [...]

Páskabasar á laugardag

06.04.2017|Comments Off on Páskabasar á laugardag

Páskabasar  Kattavinafélags Íslands verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík, laugardaginn 8. apríl kl. 11 til 16.  Á boðstólum verða kökur og brauð, sem kattavinir gefa til styrktar kisunum, auk margra góðra muna, s.s. kisudót, [...]

Kattarshians kettlingar í heimilisleit

30.03.2017|Comments Off on Kattarshians kettlingar í heimilisleit

Kattarshians kettlingarnir verða sýndir áhugasömum framtíðareigendum milli kl. 14-16 á morgun, föstudag. Sækja þarf um að taka að sér kettling með því að fylla út umsóknareyðublað og þeir fara síðan á ný heimili eftir helgi.

Sumarstarfsmaður óskast

29.03.2017|Comments Off on Sumarstarfsmaður óskast

Okkur vantar hörkuduglegan starfsmann í sumar sem er tilbúinn að vinna undir álagi, er jákvæður, stundvís og umfram allt mikill kisuvinur. Starfið felst í umönnun, ræstingu og afgreiðslu. Vinnutími alla virka daga kl. 8-16 (gæti orðið einhverja daga til kl. [...]

Páskabasar framundan: bakkelsi óskast

21.03.2017|Comments Off on Páskabasar framundan: bakkelsi óskast

Nú er farin að gera vart við sig tilhlökkun hjá íbúum og starfsfólki Kattholts! Og það þýðir bara eitt: Páskabasar framundan! Nú biðlum við til ykkar kæru kisuvinir, eins og svo oft áður. Á síðasta [...]

Kattarshians kettlingar leita að heimilum

24.02.2017|Comments Off on Kattarshians kettlingar leita að heimilum

Þrír Kattarshians kettlingar verða sýndir áhugasömum framtíðareigendum milli kl. 14-16 í dag, föstudag. Sækja þarf um að taka að sér kettling með því að fylla út umsóknareyðublað og verða valdir eigendur og þeir látnir vita [...]

Keeping Up With The Kattarshians

13.02.2017|Comments Off on Keeping Up With The Kattarshians

Kisuraunveruleikasjónvarp! Hér er á ferðinni mjög spennandi og skemmtilegt efni, sem gaman verður að fylgjast með. Sjá á heimasíðu Nútímans

Matarsending frá Gæludýr.is

13.02.2017|Comments Off on Matarsending frá Gæludýr.is

Okkur barst kærkomin matarsending frá Gæludýr.is í dag. Kattamaturinn er gjöf frá kattavinum sem hafa keypt fóðurstyrk fyrir Kattholt í gegnum verslunina. Kisurnar í Kattholti eru svo sannarlega heppnar að eiga ykkur að. Góðar kisukveðjur [...]

Eitraðar blómategundir

30.01.2017|Comments Off on Eitraðar blómategundir

Vekjum athygli á því að öll liljublóm (páskaliljur, friðarliljur o.s.frv) eru eitraðar köttum. Eitrunin verður ef köttur nartar í blöðin, blómin eða frjóin. Einkenni eru meðal annars uppköst og mikilvægt er að hafa strax samband [...]

Áramótakveðja

30.12.2016|Comments Off on Áramótakveðja

Stjórn og starfsfólk Kattavinafélags Íslands, sendir dýravinum og öðrum landsmönnum bestu óskir um gæfu og gott gengi á nýju ári. Munum að vernda og hlú að dýrunum okkar um áramót og alla daga. Með góðum [...]

Áramótaráð

29.12.2016|Comments Off on Áramótaráð

Gamlársdagur og dagarnir þar um kring eru köttum erfiðir, þeir verða skelfingu lostnir yfir hávaðanum sem fylgir flugeldum og skilja ekki hvað gengur á. Mælum með að halda útiköttum innandyra á gamlársdag og á þrettándanum. [...]

Jólakveðja

23.12.2016|Comments Off on Jólakveðja

Stjórn og starfsfólk Kattavinafélags Íslands sendir félagsmönnum og öðrum velunnurum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum, hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár og þakkar samstarf og ómetanlegan stuðning á árinu sem er að líða. [...]

Fullbókað á Hótel Kattholti

12.12.2016|Comments Off on Fullbókað á Hótel Kattholti

Kæru kattaeigendur! Það er fullbókað á Hótel Kattholti um jól og áramót. Þeir sem hafa áhuga á að vera á biðlista geta haft samband í síma 567-2909 eða sent póst á kattholt@kattholt.is. Nánari upplýsingar um [...]

Allar fréttir >>