Velkomin á heimasíðu Kattholts

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-17 (lokað kl. 13-14) og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 14-16 á virkum dögum. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma. Móttaka á hótelgestum á opnunartíma.

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Dýralæknar á vakt um land allt.

Hvað get ég gert ef kötturinn minn týnist? Ráðleggingar til eigenda týndra katta.

Fréttir

Kæru kattavinir! 

13.02.2018|Comments Off on Kæru kattavinir! 

Nú þegar vetrarkuldar herja á af miklum krafti, viljum við enn og aftur minna á þann óteljandi fjölda vergangs- og villikatta sem eru á ferli í og við þéttbýli sem og í dreifbýli. Við skorum [...]

Kennslubók til styrktar dýrum í vanda

08.02.2018|Comments Off on Kennslubók til styrktar dýrum í vanda

Ágóði af sölu þessarar sígildu kennslubókar fer til styrktar dýrum í vanda. Kattavinafélagið þakkar kærlega fyrir hönd kattanna í Kattholti og hvetur fólk til að kaupa bókina. Útgefandi hinnar sígildu bókar FLAUTAN OG LITIRNIR, hefur [...]

Vilt þú hjálpa mér?

30.01.2018|Comments Off on Vilt þú hjálpa mér?

Kattavinafélag Íslands rekur Kattholt sem er athvarf fyrir kisur sem villst hafa að heiman eða verið yfirgefnar af eigendum. Kattholt veitir kisunum húsaskjól og umönnun á meðan reynt er að hafa upp á eigendum þeirra [...]

Kattholt á Safnanótt

30.01.2018|Comments Off on Kattholt á Safnanótt

Við verðum á Bókasafni Hafnarfjarðar á Safnanótt (2. febrúar) milli kl. 18-20. Munum kynna starfsemi Kattholts ásamt því að selja varning til styrktar athvarfinu. Vonumst til að sjá sem flesta Dagskrá Vetrarhátíðar      

Áramótaráð

29.12.2017|Comments Off on Áramótaráð

Gamlársdagur og dagarnir þar í kring eru flestum köttum erfiðir. Þeir verða skelfingu lostnir yfir hávaðanum sem fylgir flugeldum og skilja ekki hvað gengur á. Mælum með að halda útiköttum innandyra á gamlársdag og á [...]

Jóla- og áramótakveðja

22.12.2017|Comments Off on Jóla- og áramótakveðja

Stjórn og starfsfólk Kattavinafélags Íslands, sendir félögum og öðrum velunnurum hugheilar óskir um gleði á jólum og gæfuríkt komandi ár. Ykkur öllum sem veitt hafa ómældan stuðning og elskulegheit á árinu sem er að líða, [...]

Laust á hóteli um áramót

22.12.2017|Comments Off on Laust á hóteli um áramót

Það eru örfá laus pláss á Hótel Kattholti frá 28.12. Hægt að panta með því að senda póst á kattholt@kattholt.is eða hringja í síma 567-2909.

  • Minningarsjóður Sigríðar Heiðberg

Gjafakort er falleg gjöf

22.12.2017|Comments Off on Gjafakort er falleg gjöf

Í Kattholti er hægt að fá gjafakort handa kattavinum þar sem Sjúkrasjóðurinn Nótt er styrktur með peningagjöf. Sjúkrasjóðurinn var stofnaður af Kattavinafélagi Íslands til að kosta læknisaðgerðir og hjúkrun á slösuðum köttum sem enginn vill [...]

Hlúum að köttum á vergangi

22.12.2017|Comments Off on Hlúum að köttum á vergangi

Kattavinafélagið beinir þeim tilmælum til dýravina, hvar sem er á landinu, að þeir hlúi að kisum á vergangi nú þegar vetur brestur á, með kulda og snjó. Kisum á vergangi, hvort sem um er að [...]

Opnunartími milli jóla og nýárs

20.12.2017|Comments Off on Opnunartími milli jóla og nýárs

23. des (Þorláksmessu) opið kl 9-11 24.–26. des opið kl 9-11 27. des - 29. des opið kl 9-15 ... 30. - 01. janúar opið kl 9-11 Opnum þriðjudaginn 2. janúar 2018 kl 10. Eingöngu [...]

Flautan og litirnir

19.12.2017|Comments Off on Flautan og litirnir

FYRIR BÖRNIN OG DÝRIN OKKAR! Útgefandi hinnar sígildu bókar FLAUTAN OG LITIRNIR, hefur ákveðið að allur ágóði af sölu bókarinnar renni til aðstoðar okkar minnstu bræðra og systra í neyð. Með því að kaupa bókina [...]

“Ég er ekki jólagjöf sem fæst skilað eða skipt”

10.12.2017|Comments Off on “Ég er ekki jólagjöf sem fæst skilað eða skipt”

Kettlingur er ekki hentug jólagjöf til að gefa öðrum. Oft er það skyndiákvörðun að kettlingur er valinn sem jólagjöf. Það kemur oft þiggjanda á óvart að fá dýr og kemur í ljós að hann hafi [...]

Jólastjarnan stórhættuleg!

10.12.2017|Comments Off on Jólastjarnan stórhættuleg!

Kattaeigendur athugið! Nokkrar tegundir fræplantna sem eru vinsælar á þessum árstíma eru stórhættulegar köttum. Þar á meðal er jólastjarnan.

Þakkir vegna jólabasars

08.12.2017|Comments Off on Þakkir vegna jólabasars

Við hjá Kattavinafélaginu, starfsfólkið og kisurnar í Kattholti, þakka af öllu hjarta frábærar viðtökur við jólabasarnum á laugardag. Basargestir í Stangarhylnum hafa aldrei verið fleiri og fyrir utan þennan stórkostlega stuðning við starfið í Kattholti, [...]

Fullbókað á Hótel Kattholti

07.12.2017|Comments Off on Fullbókað á Hótel Kattholti

Kæru kattaeigendur! Það er fullbókað á Hótel Kattholti um jól og áramót. Þeir sem hafa áhuga á að vera á biðlista geta haft samband í síma 567-2909 eða sent póst á kattholt@kattholt.is. Nánari upplýsingar um [...]

Allar fréttir >>