Velkomin á heimasíðu Kattholts

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-17 (lokað kl.13-14) og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 14-16 á virkum dögum. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma.

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Dýralæknar á vakt um land allt.

Fréttir

Þakkir vegna jólabasars

26.11.2016|Comments Off on Þakkir vegna jólabasars

Kæru vinir Kattholts! Hjartans bestu þakkir til allra sem komu í Stangarhylinn í dag og ykkar sem gáfuð muni og bökuðu fyrir basarinn og gerðuð okkur kleift að halda glæsilegan basar. Aldrei hafa jafn margir [...]

Týnd-110 Rvk

26.11.2016|Comments Off on Týnd-110 Rvk

Það óhapp varð í gærkvöldi að köttur slapp frá finnanda í grennd við Kattholt, Stangarhyl 2, 110 Reykjavík. Þetta var þrílit læða sem fannst við Fagrahjalla í Kópavogi. Allar ábendingar um ferðir hennar vel þegnar [...]

Jólabasar á morgun

25.11.2016|Comments Off on Jólabasar á morgun

Jólabasar Kattavinafélags Íslands verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík á morgun, 26. nóvember milli kl. 11-16. Bakarar eru beðnir um að koma með innpakkað bakkelsi milli kl. 10-11 um morguninn. Mikið úrval af fallegum [...]

Bakkelsi og jólaskraut óskast

19.11.2016|Comments Off on Bakkelsi og jólaskraut óskast

Kæru vinir. Það er orðin hefð hjá mörgum kattavinum að kíkja í Stangarhylinn laugardaginn fyrir fyrsta sunnudag aðventu, sem í ár ber upp á 26. nóvember n.k. Fjöldi gesta eykst á hverju ári, sem er [...]

Fósturheimili óskast

14.11.2016|Comments Off on Fósturheimili óskast

Kæru kattavinir, í Kattholti er kettlingafull læða sem komin er að goti og vantar því fósturheimili. Hvetjum áhugasama til að hafa samband.

Fallegir taupokar

08.11.2016|Comments Off on Fallegir taupokar

Þessir flottu taupokar eru nýjung hjá okkur! Þeir eru sérstaklega hannaðir og prentaðir af starfsmanni í Kattholti og maka hans. Verð aðeins kr. 1.500.

Íslenskt handverk til sölu

08.11.2016|Comments Off on Íslenskt handverk til sölu

Í Kattholti er nú til sölu fallegt skraut (íslenskt handverk), litlar kisur sem eru til í hinum ýmsu litum. Ágóðinn af sölunni rennur til Sjúkrasjóðsins Nóttar sem er ætlaður til að kosta læknisaðgerðir og hjúkrun [...]

Jólabasar í Kattholti

05.11.2016|Comments Off on Jólabasar í Kattholti

Hinn árlegi jólabasar Kattavinafélags Íslands verður haldinn laugardaginn 26. nóvember n.k. kl. 11-16 í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík. Á boðstólum verða fallegir munir er tengjast jólunum s.s. jólakort, merkispjöld, jólapappír, jólaskraut, handverk, handunnin kerti og [...]

Styttist í jólabasar

28.10.2016|Comments Off on Styttist í jólabasar

Júlli jólakisi minnir á að nú eru rétt um 4 vikur þangað til jólabasarinn í Kattholti verður haldinn og finnst tímabært að nefna við vini og velunnara Kattholts, hvort þeir séu aflögufærir með jólaskraut eða [...]

Kettir á Hrafnistu í Kópavogi

25.10.2016|Comments Off on Kettir á Hrafnistu í Kópavogi

Fyrrum Kattholtskötturinn Valdimar býr á Hrafnistu í Kópavogi. Sjá frétt

Hlúum að kisum á vergangi

25.10.2016|Comments Off on Hlúum að kisum á vergangi

Vinsamleg tilmæli: Kattavinafélagið beinir þeim tilmælum til dýravina, hvar sem er á landinu, að þeir hlúi að kisum á vergangi nú þegar vetur brestur á, með kulda og snjó. Kisum á vergangi, hvort sem um [...]

Aðalfundur

02.10.2016|Comments Off on Aðalfundur

Aðalfundur Kattavinafélags Íslands verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík, fimmtudaginn 13. október 2016 kl. 20:00 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreyting 3. Önnur mál Kaffiveitingar Félagar hvattir til að mæta. Stjórnin

Nú fer sól að lækka á lofti

18.09.2016|Comments Off on Nú fer sól að lækka á lofti

Tilkynningar um dána ákeyrða ketti eru tíðar þessa dagana. Höfum eftirfarandi í huga: Nú fer sól að lækka á lofti og skyggja tekur fyrr á kvöldin. Af þeim sökum er erfiðara að sjá vini okkar [...]

Gjöf

15.09.2016|Comments Off on Gjöf

Heiða Björk Halldórsdóttir, 10 ára kisuvinur safnaði dósum og gaf kisunum í Kattholti ágóðann samtals kr. 5.424.- Henni eru færðar bestu þakkir.

Reykjavíkurmaraþon á laugardag

18.08.2016|Comments Off on Reykjavíkurmaraþon á laugardag

Nú styttist í hið árlega Reykjavíkurmaraþon sem verður laugardaginn 20. ágúst og að sjálfsögðu eru kattavinir sem ætla að hlaupa til styrktar Kattholti. Þið sem viljið heita á hlauparana okkar farið vinsamlega inn á https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/75/kattavinafelag-islands - veljið [...]

Allar fréttir >>